Austur-Evrópa

Hér eru glærurnar mínar um Austur-Evrópu

 


C.S. Lewis

Þetta er glærukynning sem ég gerði í ensku um C.S. Lewis sem var höfundur Narníu bókanna.

Hér koma glærurnar.

 


Lakagígar

Í náttúrufræði höfum við verið að vinna í power point kynningu um eldfjöll. Við máttum velja eitthvað eldfjall og ég valdi Lakagíga. Við fengum upplýsingarhefti um eldfjallið og lásum það. Svo fengum við blað til að skrifa niður upplýsingarnar.

Svo fórum við í tölvur og fundum fleiri upplýsingar. Svo byrjuðum við að skrifa textann inn á power point. Svo fundum við myndir og settum fallegan bakgrunn á.

Svo þegar við vorum búin að því vistuðum við glærurnar inn á slideshare.net. Á meðan þær vistuðust skrifuðum við þetta blogg. Svo settum við glærurnar inn hérna fyrir neðan.



Ritun

Á þessari önn hef ég verið að vinna í ritun í íslensku. Ég byrjaði á að skrifa niður hugmyndir á blað og grunnupplýsingar.Svo þegar ég var búin að því byrjaði ég að skrifa söguna á uppkastarblöð. Svo fór kennarinn yfir söguna. Svo byrjaði ég að hreinskrifa í tölvur. Þegar ég var búin að því teiknaði ég forsíðuna. Svo samdi ég texta fyrir baksíðuna, kennarinn fór yfir hann. Svo hreinskrifaði ég textann og skreytti baksíðuna. Svo teiknaði ég nokkrar myndir inn í ritunarverkið. Þá var það tilbúið.


Enska

Þetta er myndband sem við gerðum í ensku. Við gerðum texta sem er um okkur og lásum hann svo fyrir hópinn okkar í ensku á meðan myndbandið var í gangi.


Hvalir

Hvalir eru stærstu dýr sem lifa á jörðinni. Þeir eru félagslynd dýr sem gaman er að skoða. Þeir hafa mörg met, t.d. er steypireyðurinn stærsta dýrið á jörðinni, kálfur steypireyða þyngist um 100 kg á dag, bara á móðurmjólkinni o.fl.

Það er mjög gaman að fara í hvalaskoðun, á Húsavík er mikið um hvali. Ef þú ferð í hvalaskoðun á Íslandi er mjög líklegt að þú sjáir hnísu, hrefnu eða aðra hvali. En hvalir lifa um öll heimsins höf.

Því miður voru hvalir mjög mikið veiddir  á árinu 1902, þá voru veiddir alls 1305 dýr og er stofninn enn ekki búinn að ná sama fjölda og áður þó þeir séu friðaðir. En hvalir eru stórkosleg dýr sem gaman er að skoða og vert að kynna sér.

Hægt er að fara í hvalaskoðun í Reykjavík (fyrir utan höfnina) með Eldingu. Sést hafa 23 hvalategundirvið Ísland og möguleiki að sjá nokkra hvali.


Ritgerð um 13.öld

Hér er ritgerðin

Síðustu vikur höfum við verið að skrifa ritgerð um lífið á 13.öld.     Við byrjuðum á að finna upplýsingar um 13.öld í bókunum ,,Gása gátan" og ,,Snorri Sturluson og mannlíf á miðöldum".

Við fengum 13 spurningar á blaði sem við áttum að svara í ritgerðinni, við fengum svo lítil blöð til að skrifa svörin á. Svo þegar við vorum búin að því þá skrifuðum við svörin í tölvur. Svo fundum við myndir sem pössuðu við það sem verið var að tala um. Við gerðum aðgang að box.net (sem er geymslusvæði) og settum ritgerðina þar inná til að við gætum sett hana inná bloggsíðuna okkar.


Egluferð

Egluferð

Þann 9. nóvember fórum við í ferð í Borgarfjörð, við höfum verið að læra um Eglu í skólanum og við fórum til þess að sjá staðinn þar sem Egill Skalla-Grímsson átti heima á víkingaöld. Þá ætluðum við í Reykholt því þar átti Snorri Sturluson heima en flestir telja að hann hafi skrifað Egilssögu.Við byrjuðum á því að fara á sýningu um Eglu í Landnámssetrinu í Borgarfirðinum. Síðan fórum við út að Brákarsundi og skoðuðum staðinn þar sem Brák stökk út í sundið og Skalla-Grímur drap hana. Bráð var fóstra Egils. Síðan fórum við að haug Skalla-Gríms og Böðvars, sonar Egils, en þeir voru heygðir saman. Eftir það fórum við á Borg á Mýrum og sáum staðinn þar sem Egill Skalla-Grímsson átti heima, við fórum upp að vörðu og það var ótrúlegt útsýni. Við fórum í Reykholt og þar borðuðum við og síðan sagði séra Geir Waage okkur allt um Snorra Sturluson, við fórum út og hann sýndi okkur rústir þar sem Snorri hafði búið og sagði okkur hvernig hann hefði dáið (hvernig hann var drepinn), hann sýndi okkur líka Snorralaug og leynigöng frá rústunum og að lauginni. Hann sýndi okkur líka styttu af Snorra Sturlusyni. Síðan fórum við aftur í rútuna og fórum aftur í skólann. Það sem mér fannst áhugaverðast var sýningin, mér fannst hún flott og hún sýndi alveg alla Eglu þannig að ef þú vissir ekkert um Eglu þá vissir þú næstum allt eftir að hafa farið á sýninguna.Mér fannst þessi ferð var skemmtileg og fræðandi, ég væri alveg til í að fara í aðra svona ferð.  

 DSC00064


Svíþjóð

Mér fannst þetta gaman og ég væri alveg til í að gera annað svona verkefni.-Ég lærði mikið, því að ég kunni næstum ekkert á power point áður en við byrjuðum.Við fórum inn á slideshare.net til að geyma glærurnar á og settum þær svo á bloggsíðuna okkar sem við bjuggum líka til. Mér fannst gaman að skrifa um Svíþjóð því að ég veit mikið um landið og svo lærði ég líka mikið nýtt. Eins og stóð í hinu blogginu þá er ég hálf sænsk því pabbi minn er sænskur.

Norðurlönd

Á haustönnini höfum við verið að læra um Norðurlöndin, við höfum verið að læra sér um hvert land og síðan var prófað úr því. Síðan höfum við verið að vinna í Powerpoint og gert glærukynningu á Norðurlandi sem við völdum. Ég valdi Svíþjóð, ég valdi Svíþjóð því að ég er hálf frá Svíþjóð og svo finnst mér það skemmtilegt og áhugavert land til að skrifa um. Við skrifurðum textann fyrst á blöð með rúðim á. Við náðum í myndir á Google.is og flikr.com síðan fengu við heimildir af cia.org og bók sem heitir Norðurlöndin og af Google.is


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband