19.5.2011 | 14:17
Hvalir
Hvalir eru stærstu dýr sem lifa á jörðinni. Þeir eru félagslynd dýr sem gaman er að skoða. Þeir hafa mörg met, t.d. er steypireyðurinn stærsta dýrið á jörðinni, kálfur steypireyða þyngist um 100 kg á dag, bara á móðurmjólkinni o.fl.
Það er mjög gaman að fara í hvalaskoðun, á Húsavík er mikið um hvali. Ef þú ferð í hvalaskoðun á Íslandi er mjög líklegt að þú sjáir hnísu, hrefnu eða aðra hvali. En hvalir lifa um öll heimsins höf.
Því miður voru hvalir mjög mikið veiddir á árinu 1902, þá voru veiddir alls 1305 dýr og er stofninn enn ekki búinn að ná sama fjölda og áður þó þeir séu friðaðir. En hvalir eru stórkosleg dýr sem gaman er að skoða og vert að kynna sér.
Hægt er að fara í hvalaskoðun í Reykjavík (fyrir utan höfnina) með Eldingu. Sést hafa 23 hvalategundirvið Ísland og möguleiki að sjá nokkra hvali.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.