29.9.2011 | 11:10
Náttúrufræði
Í náttúrufræði hef ég verið að læra að greina plöntur og pressa þær. Ég byrjaði á að fara út í móa og finna fyrstu plöntuna. Ég greindi hana og skrifaði um það niður í vinnubókina mína. Ég þurkaði plöntuna og í næsta tíma þá límdi ég hana í vinnubókina. Ég fann 3 plöntur, Gulmöðru, Fuglaertur og Grænvönd. Ég lærði margt nýtt t.d. vissi ég ekki neitt um Grænvönd og Fuglaertur en nú veit ég helling. Svo lærði ég mikið um hvaða plöntur vaxa í umhverfinu mínu. Mér gekk ansi vel með þessi verkefni en stundum var erfitt að finna hvaða plöntu við vorum með.Mér fannst mjög gaman að gera þessi verkefni og væri alveg til í að gera fleiri.

Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.