13.1.2012 | 10:49
Tyrkjaránið
Síðustu vikur hef ég verið að læra um Tyrkjaránið. 1627 komu ræningjar og rændu fólki á Austfjörðum, Grindavík og Vestmannaeyjum. Mér fannst mjög gaman að læra um Tyrkjaránið.
Mér fannst áhugaverðast hvað það var mikill munur á frelsinu hjá körlum og konum sem voru í þrælahaldi. Menn fengu að ganga úti á götunum án fylgdar en konur fengu ekki að fara út úr húsi nema með sérstakt leyfi og fylgdarmann með. Mér finnst það áhugaverðast því að mér finnst skipta miklu máli að karlar og konur hafi sömu réttindi. Mér fannst ég ná að setja mig í spor fólksins sem var rænt með því að ímiynda mér hvernig það væri að vera í þrælahaldi í alveg ókunnu landi.
Þetta var fyrsta skipti sem ég gerði fréttablað í Publisher en mér fannst samt frekar einfalt að vinna í forritinu. Mér tókst vel að skrifa, setja inn myndir og breyta útlitinu (að mínu mati)
Hér fyrir neðan getið þið skoðað fréttablaðið mitt
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.