Færsluflokkur: Bloggar

Tyrkjaránið

Síðustu vikur hef ég verið að læra um Tyrkjaránið. 1627 komu ræningjar og rændu fólki á Austfjörðum, Grindavík og Vestmannaeyjum. Mér fannst mjög gaman að læra um Tyrkjaránið.Grin

 Mér fannst áhugaverðast hvað það var mikill munur á frelsinu hjá körlum og konum sem voru í þrælahaldi. Menn fengu að ganga úti á götunum án fylgdar en konur fengu ekki að fara út úr húsi nema með sérstakt leyfi og fylgdarmann með. Mér finnst það áhugaverðast því að mér finnst skipta miklu máli að karlar og konur hafi sömu réttindi. Mér fannst ég ná að setja mig í spor fólksins sem var rænt með því að ímiynda mér hvernig það væri að vera í þrælahaldi í alveg ókunnu landi.Shocking

Þetta var fyrsta skipti sem ég gerði fréttablað í Publisher en mér fannst samt frekar einfalt að vinna í forritinu. Mér tókst vel að skrifa, setja inn myndir og breyta útlitinu (að mínu mati)

Hér fyrir neðan getið þið skoðað fréttablaðið mitt Smile

 


Reykir 2011

Þann 14-18 nóvember fór ég og árgangurinn á Reyki. Rútan fór kl. 8:30 á mánudeginum 14. nóv. Ferðin tók okkur u..m.þ.b. 2 klst. og 30 mín. með stoppi í Borgarnesi. Þegar við vorum komin þangað, fórum við inn með farangurinn og svo beint í hádegismat í Ólafshúsi.

Tímarnir sem við vorum í voru: Íþróttir og sund, Náttúrufræði, Undraheimur auranna (fjármálafræðsla), stöðvaleikur og Byggðasafnið. 

Í íþróttum og sundi fórum við í allskonar leiki en í sundinu var frjálst. Það sem mér fannst skemmtilegt við íþróttirnar var að maður fékk hreyfingu en á svo miklu skemmtilegri hátt en að gera venjulegar æfingar.

Svo vorum við í Náttúrufræði. Þar fórum við í fjöruferð og týndum þara, bláskeljar og margt annað skrítið. Svo fórum við og skoðuðum kræklingana úr Bláskeljunum í smásjá, það fannst mér skemmtilegast. 

Í fjármálafræðslunni töluðum við um ýmislegt sem tengdust fjármálum, fengum bók sem við svöruðum nokkrum spurningum í og fórum í peningaspil. Það sem mér fannst skemmtilegast í þessu var peningaspilið. Grin 

Svo var það stöðvaleikurinn. Þar fórum við í "göngutúr" og kennarinn sagði okkur ýmislegt um Reyki og svæðið í kring. Það sem mér fannst skemmtilegast og áhugaverðast þar var þegar hann sagði okkur frá því þegar 20 hermenn dóu í Hrútafirðinum en aðeins 16 fundust.

Á Byggðasafninu sáum við ýmislegt áhugavert, við sáum fullt af gömlum hlutum t.d. hatt sem var heklaður úr mannshárum, ojjj. Svo sáum við hárkarlatennur og gömul stígvél. Svo kenndi starfsfólkið (kennararnir) okkur nokkra gamla leiki, t.d. að reisa horgemling og leik þar sem maður átti að hoppa yfir bein með hendur á tám án þess að sleppa þeim þegar maður hoppar. Það fannst mér skemmtilegast.

Mér fannst ekkert smá gaman að fara í þessa ferð, ég kynntist nýjum krökkum og gerði margt nýtt. Þetta er samt ekki svona ferð sem mann langar aftur í finnst mér, þó það hafi verið rosa gaman og ég hefði ekki getað skemmt mér meira. Wink

  

  


Staðreyndir um Evrópu

Þetta er verkefni um staðreyndir um Evrópu. Ég fékk spurningar sem ég átti að svara og svo skrifaði ég það inná Word. Þetta var mjög gaman og ég lærði margt nýtt eins og að gera flotta skrift á Word og svo lærði ég margt um Evrópu. Þetta var skemmtilegt verkefni um Evrópu.

 


Náttúrufræði

Í náttúrufræði hef ég verið að læra að greina plöntur og pressa þær. Ég byrjaði á að fara út í móa og finna fyrstu plöntuna. Ég greindi hana og skrifaði um  það niður í vinnubókina mína. Ég þurkaði plöntuna og í næsta tíma þá límdi ég hana í vinnubókina. Ég fann 3 plöntur, Gulmöðru, Fuglaertur og Grænvönd. Ég lærði margt nýtt t.d. vissi ég ekki neitt um Grænvönd og Fuglaertur en nú veit ég helling. Svo lærði ég mikið um hvaða plöntur vaxa í umhverfinu mínu. Mér gekk ansi vel með þessi verkefni en stundum var erfitt að finna hvaða plöntu við vorum með.Mér fannst mjög gaman að gera þessi verkefni og væri alveg til í að gera fleiri.

 gulmadra Gulmaðra

 fuglaertt Fuglaertur

1234812296_3b3d7bde01 Grænvöndur

 


Austur-Evrópa

Hér eru glærurnar mínar um Austur-Evrópu

 


C.S. Lewis

Þetta er glærukynning sem ég gerði í ensku um C.S. Lewis sem var höfundur Narníu bókanna.

Hér koma glærurnar.

 


Lakagígar

Í náttúrufræði höfum við verið að vinna í power point kynningu um eldfjöll. Við máttum velja eitthvað eldfjall og ég valdi Lakagíga. Við fengum upplýsingarhefti um eldfjallið og lásum það. Svo fengum við blað til að skrifa niður upplýsingarnar.

Svo fórum við í tölvur og fundum fleiri upplýsingar. Svo byrjuðum við að skrifa textann inn á power point. Svo fundum við myndir og settum fallegan bakgrunn á.

Svo þegar við vorum búin að því vistuðum við glærurnar inn á slideshare.net. Á meðan þær vistuðust skrifuðum við þetta blogg. Svo settum við glærurnar inn hérna fyrir neðan.



Ritun

Á þessari önn hef ég verið að vinna í ritun í íslensku. Ég byrjaði á að skrifa niður hugmyndir á blað og grunnupplýsingar.Svo þegar ég var búin að því byrjaði ég að skrifa söguna á uppkastarblöð. Svo fór kennarinn yfir söguna. Svo byrjaði ég að hreinskrifa í tölvur. Þegar ég var búin að því teiknaði ég forsíðuna. Svo samdi ég texta fyrir baksíðuna, kennarinn fór yfir hann. Svo hreinskrifaði ég textann og skreytti baksíðuna. Svo teiknaði ég nokkrar myndir inn í ritunarverkið. Þá var það tilbúið.


Enska

Þetta er myndband sem við gerðum í ensku. Við gerðum texta sem er um okkur og lásum hann svo fyrir hópinn okkar í ensku á meðan myndbandið var í gangi.


Hvalir

Hvalir eru stærstu dýr sem lifa á jörðinni. Þeir eru félagslynd dýr sem gaman er að skoða. Þeir hafa mörg met, t.d. er steypireyðurinn stærsta dýrið á jörðinni, kálfur steypireyða þyngist um 100 kg á dag, bara á móðurmjólkinni o.fl.

Það er mjög gaman að fara í hvalaskoðun, á Húsavík er mikið um hvali. Ef þú ferð í hvalaskoðun á Íslandi er mjög líklegt að þú sjáir hnísu, hrefnu eða aðra hvali. En hvalir lifa um öll heimsins höf.

Því miður voru hvalir mjög mikið veiddir  á árinu 1902, þá voru veiddir alls 1305 dýr og er stofninn enn ekki búinn að ná sama fjölda og áður þó þeir séu friðaðir. En hvalir eru stórkosleg dýr sem gaman er að skoða og vert að kynna sér.

Hægt er að fara í hvalaskoðun í Reykjavík (fyrir utan höfnina) með Eldingu. Sést hafa 23 hvalategundirvið Ísland og möguleiki að sjá nokkra hvali.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband