Færsluflokkur: Bloggar
15.2.2011 | 14:05
Ritgerð um 13.öld
Síðustu vikur höfum við verið að skrifa ritgerð um lífið á 13.öld. Við byrjuðum á að finna upplýsingar um 13.öld í bókunum ,,Gása gátan" og ,,Snorri Sturluson og mannlíf á miðöldum".
Við fengum 13 spurningar á blaði sem við áttum að svara í ritgerðinni, við fengum svo lítil blöð til að skrifa svörin á. Svo þegar við vorum búin að því þá skrifuðum við svörin í tölvur. Svo fundum við myndir sem pössuðu við það sem verið var að tala um. Við gerðum aðgang að box.net (sem er geymslusvæði) og settum ritgerðina þar inná til að við gætum sett hana inná bloggsíðuna okkar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.11.2010 | 11:18
Egluferð
Egluferð
Þann 9. nóvember fórum við í ferð í Borgarfjörð, við höfum verið að læra um Eglu í skólanum og við fórum til þess að sjá staðinn þar sem Egill Skalla-Grímsson átti heima á víkingaöld. Þá ætluðum við í Reykholt því þar átti Snorri Sturluson heima en flestir telja að hann hafi skrifað Egilssögu.Við byrjuðum á því að fara á sýningu um Eglu í Landnámssetrinu í Borgarfirðinum. Síðan fórum við út að Brákarsundi og skoðuðum staðinn þar sem Brák stökk út í sundið og Skalla-Grímur drap hana. Bráð var fóstra Egils. Síðan fórum við að haug Skalla-Gríms og Böðvars, sonar Egils, en þeir voru heygðir saman. Eftir það fórum við á Borg á Mýrum og sáum staðinn þar sem Egill Skalla-Grímsson átti heima, við fórum upp að vörðu og það var ótrúlegt útsýni. Við fórum í Reykholt og þar borðuðum við og síðan sagði séra Geir Waage okkur allt um Snorra Sturluson, við fórum út og hann sýndi okkur rústir þar sem Snorri hafði búið og sagði okkur hvernig hann hefði dáið (hvernig hann var drepinn), hann sýndi okkur líka Snorralaug og leynigöng frá rústunum og að lauginni. Hann sýndi okkur líka styttu af Snorra Sturlusyni. Síðan fórum við aftur í rútuna og fórum aftur í skólann. Það sem mér fannst áhugaverðast var sýningin, mér fannst hún flott og hún sýndi alveg alla Eglu þannig að ef þú vissir ekkert um Eglu þá vissir þú næstum allt eftir að hafa farið á sýninguna.Mér fannst þessi ferð var skemmtileg og fræðandi, ég væri alveg til í að fara í aðra svona ferð.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.10.2010 | 09:10
Svíþjóð
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.10.2010 | 09:27
Norðurlönd
Á haustönnini höfum við verið að læra um Norðurlöndin, við höfum verið að læra sér um hvert land og síðan var prófað úr því. Síðan höfum við verið að vinna í Powerpoint og gert glærukynningu á Norðurlandi sem við völdum. Ég valdi Svíþjóð, ég valdi Svíþjóð því að ég er hálf frá Svíþjóð og svo finnst mér það skemmtilegt og áhugavert land til að skrifa um. Við skrifurðum textann fyrst á blöð með rúðim á. Við náðum í myndir á Google.is og flikr.com síðan fengu við heimildir af cia.org og bók sem heitir Norðurlöndin og af Google.is
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)